01. ágúst. 2005 04:10
Sá einstaklingur sem borgaði mest í skatta á síðasta ári á Vesturlandi samkvæmt álagningarskrá er Erlingur Helgason, útgerðarmaður í Ólafsvík. Hann greiddi opinber gjöld upp á tæpar 24 milljónir króna. Á eftir honum kemur Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Kers og gjarnan kenndur við Samskip en Ólafur er búsettur í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann greiddi tæpar 19 milljónir. Kristinn Jónsson í Stykkishólmi greiðir 14 milljónir og Sigríður Pétursdóttir 11,5 m. Á Akranesi var Haraldur Sturlaugsson hæstur með tæpar 11,5 milljónir í skatta og Jón Þór Hallsson endurskoðandi með 11,2 milljónir. Yfir allt landið var Frosti Bergsson, stjórnarformaður tölvufyrirtækisins Opinna kerfa hf. sá einstaklingur sem greiddi hæstu opinberu gjöldin, eða heilar 123 milljónir.