31. júlí. 2005 04:04
Steypubíll frá BM Vallá á Akranesi fór útaf veginum og hafnaði í skurði skammt frá Langá á Mýrum á mánudag í síðustu viku. Bílstjórann sakaði ekki en bíllinn sem var fullur af steypu er illa farinn og m.a. þurfti að brenna tunnuna af honum til að ná honum upp. Tunnan, full af steypu, er m.a. ónýt.