05. ágúst. 2005 09:22
Það verður spennandi að sjá hvert leiðin liggur í hinni árlegu kvennareið í Dölunum sem farin verður á morgun,laugardag. Lagt verður í þessa óvissuferð frá Lyngbrekku á Fellsströnd klukkan 13 og verður riðið í um fimm tíma. Á áfangastaðnum, sem að sjálfsögðu er leyndarmál, munu betri helmingar reiðkvennanna fræknu bíða tilbúnir við grillið. Undanfarin ár hafa um 100 konur tekið þátt og er búist við eins miklum fjölda að þessu sinni ef ekki fleirum.