06. ágúst. 2005 09:05
Í síðustu viku var brotist inn í vinnubúðir verktaka sem annast gerð háspennulínu að Brennimel en vinnubúðirnar eru á Uxahryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi unnu þjófarnir skemmdir á gröfu á vinnusvæðinu og tóku á brott með sér nánast allt sem hönd á festi. Þar á meðal var loftpressa, rafsuðutæki og mikið magn af verkfærum. Þá létu þeir greipar sópa í starfsmannahúsi þar sem þeir gripu sjónvarp, örbylgjuofn og ýmislegt fleira. Málið er í rannsókn.