04. ágúst. 2005 10:11
Lögregluembættin á Vestfjörðunum og í Dölum, þ.e. á Ísafirði, Patreksfirði, Bolungarvík, Hólmavík og Búðardal, sameinuðust um löggæslu um Verslunarmannahelgina. Samvinnan gekk vel að sögn lögreglu. Mikil umferð var um Dali og vestur á firði um helgina en gekk hún greiðlega. Þó urðu tvö minni háttar umferðaróhöpp í Svínadal en enginn slasaðist.