07. júní. 2005 08:12
Aðsókn að sundlauginni í Borgarnesi hefur verið mikil í sumar en flestar helgar hafa um 2000 gestir bleytt í sér í Borgarnesi. Að sögn Indriða Jósafatssonar íþrótta- og æskulýsfulltrúa Borgarbyggðar stefnir allt í að metaðsókn verði í lauginni í sumar. Nýlega er lokið endurbótum á sundaðstöðunni og var meðal annars komið upp svokölluðu heilsunuddi í einum af heitu pottunum en það hefur fengið góðar viðtökur að sögn Indriða.