Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2005 12:11

Heitur pottur er ekki bara heitur pottur

Áhugi fólks fyrir heitum pottum hefur vakið mikla athygli undanfarið og kemur sá áhugi glöggt fram hjá þeim sem leigja út sumarhús til lengri eða skemmri dvalar. Krafa flestra þeirra sem leigja slík hús er að heitur pottur sé til staðar. En þetta á ekki eingöngu við um leigubústaði því það þykir nauðsynlegur fylgifiskur sumarhúsa almennt að til staðar sé heitur pottur þar sem fólk getur notið þess að vera úti, sóla sig og liggja um leið í bleyti í notalegum potti. Til að fræðast örlítið um heita potta og meðferð þeirra var leitað í viskubrunn aðila á Selfossi sem hefur um langt skeið sérhæft sig í sölu og þjónustu við heita potta á Suðurlandi og víðar um land. Þetta fyrirtæki er nú að hefja innreið sína á Vesturland enda er nú þegar mikið leitað héðan til fyrirtækisins SKA á Selfossi um ráðleggingar um potta, hreinsiefni og fleira.

 

 

Góðæri eykur pottakaupin

Fyrirtækið SKA á Selfossi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur undanfarin ár sérhæft sig í innflutningi og sölu á heitum pottum. Svavar Kristinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins var tekinn tali í ljósi reynslu hans af þjónustu og sölu heitra potta og vegna þess að fyrirtækið hyggst kynna markvisst söluvöru sína hér á Vesturlandi á næstu vikum.

“Áhugi fólks fyrir heitum pottum er ekki nýr af nálinni. Almennt líður fólki vel í vatni og við höfum notað vatn til að ná bata á ýmsum kvillum í gegnum árin. Sá áhugi fólks núna endurspeglar gott efnahagsástand í landinu og það að fólk lætur það eftir sér að fjárfesta til að láta sér líða vel,” segir Svavar. Hann segir að það sé hins vegar heilmikið mál að velja sér heitan pott. Fyrst þurfi fólk að taka ákvörðun um hvort það vilji kaupa rafmagnspott eða pott sem blandað er heitu og köldu vatni (hitaveitupottur), en þarna er grundvallar munur á.

“Rafmagnspottur kemur til landsins tilbúinn til notkunar þ.e. með nuddbúnaði, klæðningu á sökkli og með loki svo hann er einfaldlega tilbúinn til notkunar og ekki þarf að annað en tengja við rafmagn og fylla með köldu vatni. Hins vegar þegar fólk velur hitaveitupott, þá eru öll stigin keypt sérstaklega þ.e. skelin sérstaklega, lokið og allur tengibúnaður. Kostnaðarlega stendur fólk í svipuðum sporum.”

 

Hreinsiefnin mikilvæg

“Við ráðleggjum fólki að umgangast pottana með líkum hætti og reglur sundlauganna segja til um þ.e. að fara í sturtu áður en farið er í pottinn og þannig sýna tillitsemi ganvart öðrum sem nota pottinn. En það er talsverður munur á umgengni á hitaveitupottum og rafmagnspottum. Í rafmagnspottum er notast við sama vatnið í kannski fjóra mánuði en í pottunum er alltaf hreinsibúnaður sem samanstendur af síum, sem taka í sig húðfitu og annan líkamsvessa, ozonbúnað sem dauðhreinsar vatnið auk þess sem nauðsynlegt er að nota klór, sem drepur bakteríur. Til viðbótar þessu er notað PH efni til að stilla sýrustig vatnisins en án þessa efnis getur vatnið fúlnað og ef sýrustigið er ekki rétt, valdið útbrotum.”

Svavar segir að efnanotkun í hitaveitupottum sé kannski ekki eins mikilvæg og í rafmagnspottum en á mörgum stöðum á landinu er nauðsynlegt að nota klór til að sporna við gróðurmyndun sem algeng er hér á landi auk þess sem dulítill klór í potti eykur hreinlæti til mikilla muna. Hafa ber í huga að klór er efnasamband sem “gleypir” bakteríur, sem annars fljóta um í vatninu og því fleiri sem eru í pottinum eykst úrvalið.”

 

Margs að gæta

Svavar segir að hér á landi séu til sölu fjölmargar tegundir potta. “Ef við tökum fyrir rafmagnspotta þá þarf að skoða einangrun pottsins. Það helst oft í hendur að ef potturinn er illa eða ekki einangraður þá er stór hitari í pottinum sem aftur leiðir til hærri rekstarkostnaðr. Kostnaður við að reka rafmagnspott getur verið allt frá 1.000 kr. til 15.000 kr. og skiptir því miklu máli hvað valið er. Það þarf að hafa í huga að í heiminum eru fjölmargir farmleiðendur á pottum. Sumir eru stórir og eru með markaðsetningu víða um heim en aðrir eru litlir og einbeita sér að sínum heimamarkaði, sem getur verið á allt öðrum veðursvæðum heldur en við þekkjum á Íslandi. Hér á landi hafa pottar ekki verið að virka vel nema þeir séu vel einangraðir. Fjöldi nuddstúta segir ekkert annað en að þeir eru margir. Nudd í pottum er byggt upp með ákveðnum hætti og að baki framleiðslunnar liggja oftast umtalsverð vísindi og þekking sérfræðinga á þessu sviði. Fólk sem er að sækjast eftir nuddi þarf að setja sig mjög vel inn í hvernig nuddið virkar og hvernig það vinnur á líkamanum. Í flestum tilvika getur fólk fengið upplýsingar um nudd hjá söluaðilum eða a.m.k. á heimasíðum framleiðenda.”

Hann segir að einnig skipti miklu máli hvernig hreinsibúnaðurinn er. “Stærð sía er eitt og á það ekki síst við um staði þar sem bústaðir eru leigðir og fólk kemur eftir langan og erfiðan dag á þjóðveginum. Umhirða slíkra potta er mikil og þarf að vera dagleg. Mikilvægt er að leiðbeiningum sé fylgt nákvæmlega. Ozonbúnaður er nauðsynlegur og á að vera staðalbúnaður í öllum pottum. Með þessum búnaði er vatnið dauðhreinsað. Ef hringrásin er ekki í lagi í pottinum er sennilega kominn lofttappi og þá þarf að meðhöndla málið með því að hafa samband við söluaðila.”

Þegar horft er til hitaveitupotta þá segir Svavar að hér á markaði séu tvenns konar pottar. Pottar úr Akrýl sem styrktir eru með trefjum og pottar sem steyptir eru úr plasti. “Við höfum í sjálfu sér ekki skoðun á því hvort er betra eða verra. Hins vegar hefur reynslan sýnt að styrkur pottanna er misjafn og leggja þarf meira í undirbyggingu plastpottanna heldur en trefjapottanna. Einnig er þarna umtalsverður útlitsmunur.”

 

Öryggi barna

Börn eiga aldrei að vera ein í pottum eða a.m.k. án eftirlits. Í dag er hægt að fá góðan öryggisbúnað s.s. sundvesti og kúta en við vitum að þegar komið er í vatnið æsist leikurinn og margt getur gerst. “Við höfum undanfarið flutt inn vörur frá AQUA sem samanstanda af öryggisvörum og leikföngum fyrir potta og sundlaugar. Ég vil hvetja fólk að huga að þessum málum öllum til heilla og ánægju. Það er líka rétt að það komi fram að pottar þurfa að standa 40 sentimetra upp úr palli eða þeim stað þar sem þeir eru staðsettir. Þessi regla er sett til að forða börnum frá því að detta í pottinn “óvart”.”

 

Breskir og bandarískir pottar

Við seljum rafmagnspotta frá Bandaríkjunum n.t.t. eru þetta vörumerkin HotSpring, Tiger River og Solana. Framleiðandinn á þessum pottum er Watkins mfg sem er partur af Wasco keðjunni, sem einnig á vörumerki eins og Hansgrohe og Huppe. Við völdum þetta fyrirtæki vegna stærðarinnar. Þeir eru að selja þessa potta á 840 stöðum í heiminum með góðum árangri og vegna stærðarinnar þá töldum við ekki miklar líkur á að fyrirtækið væri að hætta á næstunni. Það hefur líka komið á daginn að hjá Watkins er mikill metnaður og eftir því sem við höfum farið á fleiri sýningar erlendis höfum við komist að því að margir framleiðendur vilja líkja eftir þessum pottum. Hvað varðar hitaveitu pottana þá kaupum við þá frá Spaform í Bretlandi. Spaform var þar til fyrir nokkrum árum fjölskyldufyrirtæki sem gekk þokkalega en var keypt af hópi fjárfesta og er í dag stærsti framleiðandi á pottum í Evrópu. Við höfum fram til þessa eingöngu flutt inn skeljar frá þeim en munum í vetur reyna rafmagnspottana þeirra miðað við íslenskar aðstæður. Rafmagnspottarnir frá Spaform eru allt öðruvísi einangraðir heldur en bandarísku pottarnir, sem við höfum góða reynslu af, en við viljum kanna þetta sjálf og erum ákaflega spennt að sjá niðurstöðuna vegna þess að skeljarnar eru í mjög háum gæðaflokki,” segir Svavar Kristinsson að lokum.

Þess má að lokum geta að fulltrúar frá SKA á Selfossi hyggjast verða með vörukynningu á heitum pottum við Samkaup í Borgarnesi föstudaginn 12. ágúst nk. klukkan 13 til 18 og verða þar til ráðgjafar um ýmislegt sem snýr að heitum pottum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is