Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2005 08:12

Hólmarar í aðalhlutverki á Dönskum dögum

Berlind Lilja Þorbergsdóttir er framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar Danskra daga í ár, en hátíðin er um næstu helgi eins og allir vita. Skessuhorn tók púlsinn á undirbúningsvinnunni núna þegar þessi árlega hátíð er við það að bresta á. “Við byrjuðum að funda í mars og ákváðum að taka þetta skipulega og það hefur reynst mjög vel. Það var meira stress í fyrra og fleiri verkefni sem biðu fram á síðustu stundu þannig að við erum búin að taka mjög skynsamlega á málum núna í ár,” segir Berglind, sem var í nefndinni í fyrra þó að hún væri ekki í forsvari þá. “Við erum 13 starfandi í undirbúningsnefndinni, en við erum ekki öll að vinna í þessu samtímis. Í fyrra vorum við átta þannig að nefndin er mikið stærri. Þetta er bæði krefjandi og skemmtilegt hlutverk að halda utan um þetta.” Berglind hefur örugglega í nógu að snúast því hún er einnig innheimtufulltrúi sýslumanns Snæfellinga og meðeigandi í líkamsræktarstöð í Stykkishólmi.

 

 

Eurovision stjarna tekur lagið

Varðandi dagskrána þá fellur laugardagurinn undir verksvið nefndarinnar og heildarskipulagning en þau koma lítið nálægt föstudeginum. “Skemmtuninni var töluvert mikið breytt fyrir tveimur árum. Þá voru tekið upp hverfagrillin sem eru á föstudegi þannig að í rauninni komum við ekkert nálægt þeim degi í skipulagningunni. Hverfagrillin ganga út á að hvert hverfi skipuleggur sínar skreytingar og setja þær óneitanlega mikinn svip á bæinn. Það er mikill metnaður í þessu og allir mjög leyndardómsfullir því það má auðvitað ekki ljóstra upp neinum hernaðarleyndarmálum. Á föstudagskvöldið er svo grill og verðlaunaafhending á laugardegi fyrir best skreytta hverfið, það er hvorki meira né minna en farandbikar í boði.” Á laugardeginum er svo viðamikil dagskrá á hátíðarsvæðinu. “Við höfum lagt áherslu á að þar komi fram skemmtikraftar sem eru héðan, annaðhvort brottfluttir Hólmarar eða búsettir hér. Þannig koma fram meðal annarra þau Davíð Smári söngvari úr Idolinu, nemendur úr Grunnskóla Stykkishólms með atriði úr Litlu hryllingsbúðinni og svo er Bryggjuballið með hljómsveitini Gos, en í henni eru meðlimir héðan. Aðflutt atriði eru til dæmis Götuleikhúsið og svo má ekki gleyma danska atriðinu okkar í ár en Eurovision stjarnan Jakob Sveistrup ætlar að taka lagið. Hann kemur ásamt tveimur öðrum og treður upp tvisvar á laugardeginum, um daginn og svo um kvöldið.”

 

Á sunnudeginum er rólegra yfir en þá verður messa og tónleikar með Havanabandi Tómasar R. Síðan verða um helgina opnir sölubásar og fullt af leiktækjum, ratleikur, streetball og margt fleira. Að sögn Berglindar verður nú nýtt fyrirkomulag þar sem leitað verður til gesta varðandi styrki til Danskra daga. “Við ætlum að biðja um 1000 krónur á bíl eða heimili en þá fá allir farþegar eða fjölskyldumeðlimir barmmerki sem veita ýmsa ókeypis þjónustu, til dæmis aðgang í leiktækin og hátíðardagskrá. Hingað til hefur hátíðin verið fjármögnuð að miklu leyti af litlum fyrirtækjum í Stykkishólmi og við getum ekki endalasut herjað á þau og því ætlum við að reyna þetta núna og vonum að þetta mælist vel fyrir.” Að lokum sagðist Berglind vonast eftir jafn góðu veðri og var í fyrra en þá var það einstaklega gott og metfjöldi á þessari stórskemmtilegu bæjarhátíð sem þá var hún stærst af bæjarhátíðunum á Vesturlandi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is