Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2005 02:39

Námskeið í almennri og sálrænni skyndihjálp

Frá og með haustinu 2005 mun Rauði kross Íslands bjóða upp á sérhæft heilsdags námskeiðið í almennri og sálrænni skyndihjálp. Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum grunnskóla sem koma með einhverjum hætti að umönnun og gæslu barna.  Rauði kross Íslands hefur við uppbyggingu og undirbúning þessa nýja námskeiðs átt í formlegu samstarf við Grundaskóla á Akranesi og því verður fyrsta námskeiðið haldið þar þann 17 ágúst næstkomandi.

 

Útbreiðsla þekkingar á almennri skyndihjálp hefur verið eitt af meginverkefnum Rauða kross Íslands í meira en 80 ár.  Á síðasta áratug hefur útbreiðsla sálrænu skyndihjálparinnar orðið æ fyrirferðameiri enda bendir margt til þess að mikilvægt sé að hlúa bæði að andlegri og líkamlegri vellíðan fólks sem upplifað hefur alvarlega atburði. Óhætt er að fullyrða að með þessu framtaki færist Rauði krossinn nær því markmiði sínu að útbreiða skyndihjálparþekkingu sem víðast.

 

Á næstu árum stefnir Rauði krossinn að því að bjóða öðrum skólastigum upp á samskonar skyndihjálparnámskeið en áherslurnar munu taka mið af starfsumhverfi hvers skólastigs.

 

Rauði krossinn væntir þess að námskeiðið ,,Almenn og sálræn skyndihjálp fyrir starfsfólk grunnskóla” auki áhuga og þekkingu skólafólks á almennri og sálrænni skyndihjálp, tryggi rétt viðbrögð starfsmanna í neyðartilfellum og efli skyndihjálparkennslu í skólum landsins.

 

Leiðbeinendur á þessu námskeiði eru Rauða kross leiðbeinendur í almennri og sálrænni skyndihjálp. Leiðbeinendurnir hafa farið á námskeið á vegum félagsins og fengið sérstaka þjálfun í að kenna efnið. Rauði krossinn vottar þátttöku starfsmanna á námskeiðinu og veitir þeim skólum sem halda námskeiðið sérstakt viðurkenningu.

 

Helstu markmið námskeiðsins eru að?

•           Efla skyndihjálparkunnáttu starfsmanna skóla þannig að þeir geti veitt almenna og sálræna skyndihjálp þegar á reynir.

•           Skólar landsins komi góðu skipulagi og reglu á viðbrögð í neyðartilfellum og vinni markvisst að slysavörnum.

•           Efla samstarf þeirra aðila innan skólanna  sem koma að skyndihjálpar- og forvarnarmálum.

•           Kynna útgefið námsefni í almennri og sálrænni skyndihjálp og gefa leiðbeiningar um áherslur í kennslu ólíkra aldurshópa.

•           Fækka alvarlegum slysum á skólabörnum.

•           Tryggja að skólar hafi nauðsynlegan sjúkrabúnað (sjúkrakassa eða öryggisbúnað vegna veikinda eða slysa) í skólunum og á ferðalögum á vegum skólans.

Uppbygging og efnistök á námskeiði

Áherslur á hverju og einu námskeiði munu taka mið af niðurstöðum gátlista sem sendir verða hverjum og einum skóla nokkru fyrir námskeiðið.

 

Námskeiðið skiptist í tvo sjálfstæða hluta en þeir eru þessir:

-Almenn skyndihjálp 5klst:   Meðal þess sem fjallað verður um er tíðni, tegund og alvarleiki slysa á börnum.  Fjallað verður um forvarnir gegn slysum, mikilvægi haldgóðrar skyndihjálparþekkingar og hvernig er best að viðhalda henni.  Farið verður yfir öryggisútbúnað í skólum, dæmi um viðbragðsáætlanir, skráningu slysa og til hvers er ætlast af þeim sem hjálpa.  Mikil áhersla verður lögð á að fjalla um grundvallaratriði skyndihjálpar, skoðun og mat og viðbrögð við algengum slysum eða veikindum skólabarna. Almenn endurlífgun barna og fullorðinna verður einnig til umfjöllunar.  Að síðustu verður fjallað um ýmislegt er viðkemur skyndihjálparkennslu í skólum. 

-Sálræn skyndihjálp 3klst: Farið verður yfir viðbrögð við alvarlegum áföllum.  Rætt um hvernig brugðist er við alvarlegum atburðum sem geta orðið í skólum eða í samfélaginu sem skólinn tengist.  Hér er átt við t.d. andlát starfsmanns, nemenda eða foreldra,  alvarleg slys í skólanum, skólaferðalögum eða samfélaginu. 

 

Hvers vegna eiga starfsmenn skóla að sækja skyndihjálparnámskeið?

Í hinum vestræna heimi má rekja nær 40% dauðsfalla barna á aldrinum 1-14 ára til slysa. Á hverju ári verða um 30-35.000 íslensk börn fyrir einhvers konar slysum sem jafngildir því að hvert barn slasist u.þ.b. 1 sinni á ári. Hjá íslenskum börnum á aldrinum 5-14 eru slys í skólum algeng og er áætlaður fjöldi slysa um 2.500-3.200 á ári.  Skyndihjálparkunnátta þeirra sem gæta barnanna í skólunum getur því augljóslega reynst dýrmæt.

 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að um 35% barna sem verða fyrir einhvers konar áföllum þjást í kjölfarið af áfallastreituröskun. Þar sem flest börn á skólaaldri eyða drjúgum tíma í skólanum eru skólastarfsmenn það fullorðna fólk sem börn umgangast hvað mest. Þegar eitthvað alvarlegt gerist í lífi skólabarns er mikilvægt að starfsfólk skóla viti hvernig bregðast eigi við svo að barnið upplifi nægjanlegt öryggi.

 

Í könnun sem gerð var árið 2003 á skyndihjálparkennslu í grunnskólum landsins kom í ljós að starfsmenn skóla telja skyndihjálparþekkingu mikilvæga og í 90% tilvika er vilji fyrir því innan skólanna að halda regluleg skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn. Í sömu könnun kom einnig fram að einungis u.þ.b. 40% skólanna kenna skyndihjálp í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.

 

Þó skólafólk hafi áhuga á skyndihjálp höfðu árið 2003 einungis 30% grunnskóla á landinu haldið almenn skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn sína á s.l. 2 árum og enn færri eða um 25% höfðu haft námskeið í sálrænni skyndihjálp á sama tímabili.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið veita eftirtaldir starfsmenn Rauða krossins:

Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri í skyndihjálp, s:570-4031, gunnhildur@redcross.is

Helga G. Halldórsdóttir sviðstjóri Innanlandssviðs, s:570-4030, helga@redcross.is

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is