Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2005 09:37

Mikið af gestum á Dönskum dögum

Fjöldinn allur af fólki lagði leið sína í Stykkishólm um síðustu helgi til að njóta Danskra daga. Talið er að um 10.000 manns hafi verið í Hólminum, enda er þetta ein stærsta bæjarhátíð landsins. Þetta skiptið voru Hólmarar ekki eins heppnir með veður og í fyrra, enda erfitt að slá þeirri rjómablíðu við, en þó var ágætis veður á laugardeginum þegar aðal dagskráin fór fram í bænum. Þá var boðið upp á skemmtiatriði á hátíðarsvæði og bryggjuball, meðal annars.

Sjá myndir frá hátíðinni í Skessuhorni nk. miðvikudag.

 

Hápunktar Danskra daga voru margir, en helst er að nefna komi dönsku Eurovision hetjunnar Jakob Sveistrup og ball um borð í Baldri í höfninni. Að sögn lögreglu fór allt vel fram, fyrir utan einhverjar ryskingar á laugardagskvöldinu. Þurfti að fjarlægja þrjá menn af ballinu og kæla þá niður. Upp kom eitt fíkniefnamál á föstudagskvöldinu. Lögreglan sagði annars hafa verið eril á laugardagskvöldinu svona eins og búast mátti við, en í allt hafi þetta gengið mjög vel og hrósuðu þeir sérstaklega gæslunni á ballinu í Baldri.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is