14. ágúst. 2005 02:39
Slökkvilið Borgarness var kallað út skömmu fyrir miðnætti á laugardag þegar eldur kom upp í bílskúr við Kjartansgötu í Borgarnesi. Kviknað hafði í rusli í öskutunnu sem stóð inni í bílskúrnum en árvökulir nágrannar urðu eldsins varir áður en hann náði að breiðast út. Höfðu þeir ráðið niðurlögum eldsins með handslökkvitæki þegar slökkvilið bar að garði. Að sögn lögreglu urðu litlar sem engar skemmdir vegna eldsins en litlu mátti muna að illa færi. Eldsupptök eru rakin til þess að börn hafi verið að fikta með eld við umrædda öskutunnu.