23. ágúst. 2005 12:54
Næstkomandi laugardag verður opið hús í Ölveri við Hafnarfjall á vegum Landgræðslufélagsins við Skarðsheiði. Þar verður árangur landbótaverkefnisins á svæðinu við rætur Hafnarfjalls kynntur í máli og myndum. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 1999 og hreint ótrúlegt að bera saman myndir frá þeim tíma við nýjar myndir af svæðinu! Þessu til viðbótar verður Landgræðsla ríkisins með kynningu á svepprót sem stóreykur vaxtarhraða trjáa. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti fyrir gesti og við hvetjum alla til að koma og kynna sér landbótaverkefnið og njóta veitinga í fögru umhverfi Ölvers.