23. ágúst. 2005 01:51
Í gær endurheimti Jón Oddur Halldórsson, Evrópumeistaratitil sinn í 100 metra hlaupi á EM fatlaðra í Finnlandi en Jón Oddur keppir í flokki Y35. Jón Oddur hljóp á 13,7 sekúndum en næsti maður á eftir var á 14,24 sekúndum. Jón Oddur endurtók þar með afrek sitt frá því á EM árið 2003 þegar hann varð meistari, en kappinn varð í öðru sæti í sínum fötlunarflokki á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004.
Af www.snb.is