Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2005 03:10

Árbók Akurnesinga kemur út í fimmta sinn

Á næstu dögum hefst dreifing á fimmta bindi Árbókar Akraness, sem útgáfufélagið Uppheimar gefur út. “Ég áttaði mig allt í einu á að það er kominn afmælisblær á árbókina. Fimm ár eru fljót að líða,” segir Kristján Kristjánsson, útgefandi og ritstjóri Árbókar Akurnesinga. Kristján segir árbókina hafa vaxið jafnt og þétt með árunum og áskrifendahópurinn í sama hlutfalli. “Árbókinni var í upphafi ætlað að andæfa eitthvað gegn ásókn tímans því jafnvel nýliðnir atburðir geta verið furðu fljótir að hverfa okkur út greipum. Annálar liðins árs verða með tímanum mikilvægar heimildir. Auðvitað finnst okkur ekki allt jafn mikilvægt á hraðfleygri stund en framtíðin hefur alltaf sinn háttinn á þegar fortíðin er skoðuð,” segir Kristján.

 

Fjölbreytt efni að venju

Að þessu sinni er upphafsefni bókarinnar viðtal við Guðjón Bjarnason í Bæjarstæði sem man tímana tvenna og einnig er viðtal við Maríu Önnu Mikaelsdóttur sem þurfti að flýja föðurland sitt Króatíu. “Af öðru efni má nefna ferðasögu Jóns Trausta sem gekk á Akrafjall árið 1917 og sá þá fyrir sér að Akranes ætti eftir að verða “steinsteypubær Íslands.” Brot úr endurminningum Sveins Guðmundssonar eru birt og Gísli S. Sigurðsson heldur ótrauður áfram ferð sinni eftir Vesturgötunni og staðnæmist nú við Mýrarhús í umfjöllun sinni um húsin við götuna. Það eru hátt í 500 myndir í árbókinni að þessu sinni en mestur fengur finnst mér að myndaþáttum ljósmyndaranna Ágústu Friðriksdóttur, Guðna Hannessonar og áhugaljósmyndarans og safnarans Jóhannesar Gunnarssonar en hann lést í sumar á meðan vinnslu árbókarinnar stóð. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður leyfir okkur síðan að ferðast með sér til Suður-Ameríku, með aðstoð gullfallegra ljósmynda Friðþjófs Helgasonar. Einnig má geta þáttar Bragi Þórðarsonar um byggingarsögu Stúkuhússins og Stefán Teitsson rifjar upp sögu Skógræktarfélags Akraness. Nú og svo má heldur ekki gleyma nýjum myndaþætti um yngstu Skagamennina sem fæddust á árinu 2004. Margrét Þorvaldsdóttir, meðeigandi minn í Uppheimum, sá um þann þátt ásamt Hilmari Sigvaldasyni,” segir Kristján Kristjánsson.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is