31. ágúst. 2005 03:15
Fjórðaflokks strákarnir í Borgarnesi og Snæfellsbæ stóðu sig með mikilli prýði á Íslandsmóti 7 manna liða en úrslitakeppnin var háð í Borgarnesi fyrir skemmstu. Skallagrímsmenn gerðu sér lítið fyrir og nældu í silfurverðlaun á mótinu. Liðið hlaut 8 stig í úrslitakeppninni rétt eins og Einherji sem varð Íslandsmeistari en Vopnfirðingarnir luku mótinu með hagstæðari markatölu. Þess má geta að í innbyrðis viðureign sinni gerðu liðin jafntefli 6 – 6 þannig að ekki fer á milli mála að þar eru á ferð upprennandi markahrókar.
Annað Vesturlandslið, Víkingur Ólafsvík / Reynir Hellissandi vann bronsverðlaun á mótinu, hlaut 5 stig. Víkngur / Reynir gerði m.a. jafntefli við Skallagrím 3 – 3 í úrslitakeppninni.