31. ágúst. 2005 09:26
Söngtónleikar Hólmfríðar Friðjónsdóttur, sópran og Hólmgeirs S. Þórsteinssonar á píanó fara fram á morgun, fimmtudaginn 1. september á vegum Sumartónleikaraðarinnar í Stykkishólmskirkju. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. Á efnisskránni eru ítölsk sönglög og aríur, m. a. úr Faust eftir Gonoud, Leðurblökunni eftir Johann Strauss og La Boheme eftir Puccini. Einnig verða flutt þýsk ljóð og ítölsk sönglög auk Gamanvísna eftir Atla Heimi Sveinsson og sönglaga eftir Sigfús Halldórsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.