31. ágúst. 2005 03:17
Í Skessuhorni sem kemur út í dag er meðal annars ítarleg kynning á starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Þar líkt og annarsstaðar á sambærilegum stöðum er vetrarstarfið að hefjast með tilheyrandi framboði leiða til að halda líkamanum í góðu formi. Rætt er við Írisi Grönfeldt íþróttafræðing sem um langt árabil hefur starfað hjá sveitarfélaginu við ráðgjöf og þjálfun. Kemur þar m.a. fram að áhersla er lögð á að virkja almenning til þátttöku í íþróttum og líkamsrækt og það sjónarmið sett ofar t.d. hefðbundnum keppnis hópíþróttum þar sem beinir þátttakendur eru hlutfallslega fáir. Einnig er rætt við Indriða Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar og nokkra fastagesti Íþróttamiðstöðvarinnar.