Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2005 03:22

Höfum við ekki þroska fyrir malbikið?

Framundan er aukið umferðareftirlit og ómerktir eftirlitsbílar verða frá og með nú á götum Akraness. Þetta er gert vegna  aukins hraðaksturs innanbæjar með tilheyrandi slysahættu. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur Þór Hauksson, varpar fram spurningunni hvort ökumenn hafi virkilega ekki þroska fyrir malbikið?

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið bæði meðal almennings og í fjölmiðlum um aukna tíðni hraðaksturs með vaxandi hættu á umferðarslysum á götum Akraneskaupstaðar. Endurtekinn hraðakstur ungra ökumanna t.d. á Faxabraut og Kirkjubraut veldur verulegri hættu fyrir þá sjálfa og aðra vegfarendur og er því þessa dagana öllum spjótum beint að löggæslunni og spurt; “hvað verður gert til að sporna við þessari þróun?” 

Svo virðist sem tíðni umferðalagabrota sem þessara komi í bylgjum og aukist yfirleitt við byrjun hvers skólaárs. En það er ekki bara aukinn fjöldi bíla og ungmenna sem verða meira áberandi á götum bæjarins, heldur líka yngri börn og gangandi vegfarendur.  “Gatnakerfi Akraneskaupstaðar býður hreinlega ekki uppá hraðari akstur en löglegan hámarkshraða þar sem ökutæki og aðrir vegfarendur eru í of miklu návígi,” segir Ólafur Þór Hauksson sýslumaður á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Hann segir ástandið vera mikið áhyggjuefni og hreint skelfilega þróun og telur því alla umræðu í fjölmiðlum og meðal almennings af hinu góða og hann sjái áhrif hennar til hins betra. Þar sem hraðakstur er einn af þremur orsakavöldum alvarlegra umferðaslysa, ásamt vöntun á notkun bílbelta og ölvunar, er forvarnarstarf mikilvægt.  Aðspurður um fyrirhugaðar aðgerðir lögreglu segir Ólafur að umferðareftirlit á götum bæjarins verður aukið til muna á næstu dögum, ómerktir bílar með myndavélar fari að skjóta upp kollinum í auknum mæli og áhersla verði lögð á áróður. Fleiri hraðahindranir eru einnig möguleiki, segir Ólafur, en bætir við að það sé frekar sárt að þurfa að taka stöðugt til þess ráðs. “Það væri allt eins hægt að rífa af allt malbik af götunum, höfum við kanski ekki þroska fyrir malbikið,” spyr Ólafur Þór sýslumaður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is