17. september. 2005 05:30
Ökumaður sem var á ferð við Laxfoss í Norðurárdal um miðjan dag í dag missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt nokkrar veltur, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi. Einn farþegi var í bílnum og voru báðir fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Lögreglan segir að þeir hafi þó ekki verið taldir alvarlega slasaðir. Bíllinn sem mennirnir óku er líklega ónýtur eftir óhappið.
Af mbl.is