28. september. 2005 03:47
"Reynsla fyrri sameininga hefur sýnt að í mjög mörgum tilvikum hefur tekist vel til við að móta framsækna stefnu fyrir ný sveitarfélög, skapa þeim sterka ímynd og hefja sókn í atvinnumálum. Í því sambandi má vísa til nýlegrar reynslu frá sameiningu sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði. Það sveitarfélag hefur strax náð að skapa sér góða ímynd. Sveitarfélögin í Borgarfirði og Fjarðabyggð nýttu ennfremur tækifærið til að sækja fram í atvinnu- og byggðamálum," segir Árni Magnússon, félagsmálaráðherra í nýjum pistli sínum hér á síðunni og fjallar hann þar um væntanlegar sameiningarkosningar.
Sjá "Aðsendar greinar"