03. október. 2005 01:42
Ljóshraði ehf. hefur nú opnað tölvu- og símaverslun í samstarfi við Tæknibæ og Og Vodafone að Borgarbraut 58-60 í Borgarnesi. Að sögn Hrafnkels Daníelssonar, verslunarstjóra er um að ræða verslun sem mun þætta saman þjónustu svo sem tölvuviðgerðir og símaþjónustu ýmiss konar ásamt hefðbundinni verslun með tölvu- og símavörur. Hrafnkell segir að til standi að leggja áherslu á góða þjónustu og lágt vöruverð þannig að jafnvel verði um að ræða hagstæðari tilboð en almennt gerast á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin verður opin frá 10 til 19 á virkum dögum og 11 til 15 á laugardögum.