05. október. 2005 08:55
Ráðstefnan Sögur um söguna, þar sem fjallað er um sögulegar skáldsögur, fer fram í Snorrastofu í Reykholti og Norræna húsinu í Reykjavík dagana 6. - 8. október nk. Ráðstefnan er í boði norska sendiráðsins og norska lektoratsins í samvinnu við Stofnun Sigurðar Nordals, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Snorrastofu, Norræna húsið og sænska lektoratsins en hún er haldin í tilefni 100 ára afmælis sambandsslitanna milli Noregs og Svíþjóðar.
Höfundar sem koma fram á ráðstefnunni eru Kjartan Fløgstad og Kim Småge frá Noregi, Ola Larsmo frá Svíþjóð og Kristín Steinsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson og Þórarinn Eldjárn frá Íslandi. Fræðimenn eru Anne Birgitte Rønning, Jón Yngvi Jóhannsson, Torfi Tulinus og Úlfar Bragason. Fræðilegi hluti ráðstefnunnar fer að mestu leyti fram í Snorrastofu föstudaginn 7. október en laugardaginn 8. október lesa höfundar úr verkum sínum í Norræna húsinu. Sá hluti dagsskrárinnar er öllum opinn og þeir sem ekki sjá sér fært að koma í Reykholt eru innilega velkomnir þangað.