07. október. 2005 12:13
Almennur félagsfundur var haldinn í Markaðsráði Akraness í gærkvöldi en félagið er grasrótarfélag atvinnulífsins í bæjarfélaginu. Á fund mættu 20 félagsmenn MRA. Rætt var um heimasíðu félagsins, kynningu á þjónustu fyrirtækja fyrir stóriðjufyrirtækin á Grundartanga, vetrarstarf félagsins, jólaátak og fleira.