09. október. 2005 09:45
Skrifað var undir nýjan kjarasamning Starfsmannafélags Akraness og Launanefndar sveitarfélaga í gærkvöldi og er verkfalli, sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld því frestað til miðnættis 13. október. Í dag mun trúnaðarmönnum verða kynnt það sem felst í samningnum en atkvæðagreiðsla mun fara fram meðal félagsmanna STAK á þriðjudag og miðvikudag.