Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2005 11:55

Vaxtarsamningur við Vesturland í burðarliðnum

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að gengið verði til samninga um gerð svokallaðs vaxtarsamnings fyrir Vesturland. Samningurinn er annarsvegar milli ríkisins og hinsvegar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og fyrirtækja í landshlutanum. Vaxtasamningar (growth agreement) eru nýlegt hugtak í umræðunni um byggðamál á Íslandi. Hins vegar eru vaxtasamningar vel þekkt fyrirbæri í byggðastefnu ýmissa annarra þjóða. Kjarninn í vaxtasamningum er að þeir eru samkomulag sveitarfélaga og annarra aðila á viðkomandi svæði um uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem eru öflugar eða eiga sér bjarta framtíð.

Því tengist klasahugtakið með beinum hætti í vaxtarsamninga af því tagi sem hér um ræðir. Klasar eru skilgreindir sem hópur fyrirtækja, þjónustuaðila, stofnana og tengdra aðila á sama landssvæði og á ákveðnu sviði sem keppa hver við annan, en hafa einnig með sér náið samstarf. Í hverjum klasa er starfandi ákveðinn fjöldi fyrirtækja og þeim tengjast menntastofnanir, rannsóknarstofnanir og fleiri hagsmunaaðilar. Saman mynda þessir aðilar þétt samstarfsnet og sameiginlegur ávinningur svæðisins er mikill.

 

Nú þegar hafa sambærilegir vaxtarsamningar verið gerðir á öðrum landssvæðum, m.a. í Eyjafirði, og á Vestfjörðum. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra sagði í samtali við Skessuhorn að stefnt sé að því að unnið verði hratt að hinum nýja vaxtarsamningi fyrir Vesturland þannig að vinnunni ljúki þegar á þessu ári. “Innan tíðar mun verða skipuð verkefnisstjórn sem vinna mun að undirbúningi verkefnisins. Hana munu skipa fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi auk starfsmanns frá ráðuneytinu. Verkefnisstjórnin skilar skýrslu þar sem mótuð verður stefna um efnistök samningsins, áhersluatriði heimamanna og svo framvegis. Þegar skýrsla verkefnisstjórnar liggur fyrir verður skipuð stjórn þar sem sveitarfélög og vonandi fulltrúar atvinnulífsins munu eiga sæti,” sagði Valgerður. Hún segir að framlag ríkisins til vaxtarsamninga af þessu tagi sé í hlutfalli við framlag heimamanna; sveitarfélaga og fyrirtækja sem þátt vilja taka í verkefninu. “Við höfum góða reynslu af vaxtarsamningi sem þessum t.d. á Eyjafjarðasvæðinu. Heimamenn þar tóku vel í verkefnið og lögðu vel í það sem þýðir m.a. að mótframlag ríkisins er milljónatugir á þeim árum sem samningurinn gildir,” segir Valgerður. Hún segir að undirbúningsvinna sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafi þegar lagt í greiði fyrir vaxtarsamningsgerðinni nú. “Heimamenn á Vesturlandi hafa unnið góðan undirbúning og vafalítið mun sú vinna flýta fyrir afgreiðslu málsins,” segir ráðherra að lokum.

 

Ólafur Sveinsson, forstöðumaður SSV þróunar og ráðgjafar fagnar því að nú hilli undir gerð vaxtarsamnings fyrir Vesturland. “Árangur af þessari vinnu stendur og fellur með þátttöku og frumkvæði heimamanna; fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Þessir aðilar verða að vera virkir frá upphafi. Ef við fáum ekki framlag heimamanna til verkefnisins er málið dautt,” segir Ólafur. Hann tekur undir þau orð Valgerðar að greiningarvinna og undirbúningur sem fram hafi farið hjá atvinnuráðgjöfum SSV flýti fyrir verkefninu. Þar sé búið að vinna skýrslu um þau áhersluatriði sem heimamenn ættu að setja á oddinn. Um framhald málsins hér heima fyrir segir Ólafur að líklega boðað verði til kynningarfundar í nóvember þar sem fyrirtækjum og stofnunum verður kynnt út á hvað vaxtarsamningurinn gangi en í næstu viku verður málið kynnt sveitarstjórnum. “Þá er gert ráð fyrir að skrifað verði undir viljayfirlýsingu við ráðuneytið á aðalfundi SSV sem fram fer 28. október nk,” sagði Ólafur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is