18. október. 2005 01:28
Á síðasta skólaári voru 749 nemendur við framhaldsskólana á Vesturlandi. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru nemendur 617 að tölu og í nýjum Fjölbrautaskóla Snæfellinga voru nemendur 132 talsins. Skólaárið á undan voru nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands 608 talsins en þá hafði skólinn á Snæfellsnesi ekki tekið til starfa.
Á síðasta skólaári voru alls 1.428 nemendur búsettir á Vesturlandi skráðir í nám á framhaldsskólastigi þar af 897 á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall þeirra sem búa og stunda nám í landshlutanum var því 52,4% og hafði aukist úr 44,5%. Svo virðist því að tilkoma Fjölbrautaskólans á Snæfellsnesi hafi því aukið nokkuð hlutfall þeirra nema sem búa á Vesturlandi og kjósa að stunda nám sitt þar því Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur ekki misst sína hlutdeild í nemendum úr landshlutanum.