19. október. 2005 03:50
Gunnlaugur Jónsson, einn fremsti varnarmaður ÍA til margra ára og máttarstólpi liðsins skrifaði í dag undir þriggja ára samning við vesturbæjarliðið KR. Í viðtali í dag við mbl.is segir hann: "Þetta er fyrst og fremst mikil áskorun fyrir mig að koma til KR. Ég finn að það er mikill slagkraftur í félaginu og það ætlar að rífa sig upp eftir dapurt gengi á undanförnum árum. Þá spilaði það stórt inn í að ég valdi að fara til KR að Teitur Þórðarson er þjálfari og hann er frábær í sínu fagi."