26. október. 2005 01:46
Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar voru lagðar fram fundargerðir vinnuhóps sem fjallað hefur um leikskólamál í sveitarfélaginu. Í framhaldi þess var samþykkt á fundinum að fela forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa eftir leikskólastjóra fyrir nýjan leikskóla í Borgarnesi.