26. október. 2005 02:14
Dreifing á Skessuhorni vikunnar er nú hafin og er það á leið til áskrifenda og í búðir. Að vanda er blaðið fullt af fréttum, enda mikið verið að gerast í landshlutanum á liðnum dögum. Nefna má umfjöllun um misjafnlega mikinn kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla, sagt frá hugmyndum um sölu vatnsveitu Dalabyggðar, greint frá mismunandi áherslum sveitarfélaga varðandi frágang íbúðagatna, nýjar hugmyndir um fækkun lögregluumdæma, vígslu vegar og brúar yfir Kolgrafarfjörð, stofnun Hlunnindafélags Borgarfjarðarsýslu og m. fleira. Þá er ítarlegt viðtal við aldna heiðurskonu í Borgarfirði, rætt við Hildibrand hákarlabónda og loks er viðtal við Óskar Örn Guðbrandsson frá Akranesi, föður lítillar langveikrar stúlku.