28. október. 2005 07:52
Ákveðið hefur verið að miðvikudaginn 23. nóvember verði gefið út sérstakt aðventublað í Skessuhorni. Þessu tölublaði verður dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi í ríflega 5000 eintökum. Þema blaðsins verður aðventan, jólaundirbúningur og fjölbreytt efni því tengt. Þetta er upplagt tækifæri fyrir t.d. verslanir sem hafa á boðstólnum jólatengda gjafavöru, föndurvörur, þjónustu eða hvaðeina sem tengist jólum og undirbúningi þeirra að koma sér á framfæri. Auglýsing í þetta sérblað er því besti mögulegi kostur verslana og þjónustuaðila til að kynna vörur og þjónustu í landshlutanum og hvetja íbúa til að versla í heimabyggð fyrir jólin.
Skessuhorn býður fyrirtækjum birtingu bæði auglýsinga og fréttatengt efni í þetta aðventublað okkar. Endilega hafið því samband með góðum fyrirvara t.d. ef þið viljið fá ljósmyndara, blaðamann eða auglýsingasala frá okkur í heimsókn. Panta þarf auglýsingar í þetta blað tímanlega, eða í síðasta lagi fimmtudaginn 17. nóvember.
Allar góðar hugmyndir um efni og efnistök í blaðið eru vel þegnar. Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon, ritstjóri og Íris Arthúrsdóttir, auglýsingastjóri í síma 433-5500. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is
Með góðri kveðju,
Starfsfólk Skessuhorns