02. nóvember. 2005 09:22
Sala á sementi frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi fyrstu 9 mánuði þessa árs var rúmlega 98 þúsund tonn, eða tæplega 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Salan er tæplega 17% meiri en áætlun í ársbyrjun gerði ráð fyrir og 5% meiri en skv. endurskoðaðri áætlun frá því í vor.