04. nóvember. 2005 01:35
Einar Hákonarson listmálari opnaði málverkasýningu í Kirkjuhvoli á Akranesi og var það fyrsti viðburðurinn í níu daga fjölbreyttri dagskrá menningarhátíðarinnar Vökudaga sem nú standa yfir á Akranesi. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru verk sem Einar málaði flest í ár og í fyrra. Nokkur verkanna málaði listamaðurinn á ferð sinni í Tékklandi í sumar. Við opnun sýningarinnar flutti Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri ávarp og fagnaði komu listamannsins til Akraness. Einnig lék Dagný Björk Egilsdóttir nemandi Tónlistarskólans á Akranesi á harmoniku.