Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2005 02:07

Olli SH - 375 til Ólafsvíkur

Nýr bátur, Olli SH 375 kom til hafnar í Ólafsvík um helgina. Koma þessa báts til Ólafsvíkur á sér skemmtilega og ánægjulega forsögu sem nú verður rakin í fáum orðum.

Torfi Sigurðsson er frá Hellu á Rangárvöllum. Hann vann um tíma í graskögglaverksmiðjunni í Gunnarsholti og kynntist þar tveimur strákum frá Ólafsvík. Fyrir beiðni annars þeirra fór hann til Ólafsvíkur í beitningu. Nokkru síðar bauðst honum pláss á Gulltoppi og var eina vertíð á honum. Síðan var hann á Aðalbjörginni í 13 ár en þá var útgerðin seld.

 

Nú voru góð ráð dýr. Torfi, ásamt konu sinni Olgu Kristjánsdóttur og fjölskyldu, ákvað að kaupa trillu og kvóta, án þess þó að hafa nokkurn tímann komið um borð í trillu. Í janúar 1999 var keypt 6 tonna trilla, Ýr SH 375, ásamt 25 tonnum af kvóta. Ekki fékkst fé til að kaupa allan kvóta trillunnar sem var 60 tonn. Árið 2002 var endurnýjað í aðra trillu og keyptur skakbátur. Árið 2003 var svo keyptur 10 tonna bátur sem nú var látinn upp í glænýjan bát. Á laugardaginn var kom Torfi Sigurðsson síðan á Olla SH -375 heim til Ólafsvíkur. Þessi nýi bátur er glæsilegur trefjabátur, 14,9 tonn, smíðaður hjá Samtaki í Hafnarfirði, búinn öllum besta búnaði og 710 ha Caterpillar vél.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is