08. nóvember. 2005 06:01
Í gær, mánudag hófust starfsmenn Dodds ehf. handa við að rífa gömlu lögreglustöðina í Grundarfirði. Húsið stóð við Grundargötu 33 í miðjum bænum og því vænleg byggingarlóð. Húsið var byggt árið 1945 og var rúmir 67 fermetrar að stærð. Auk lögreglunnar höfðu Olíufélgið Esso og Verslun Ragnars Kristjánssonar aðstöðu í húsinu og síðast var Gallerí Grúsk þar til húsa. Grundarfjarðarbær eignaðist húsið fyrir nokkrum árum. Samið var við Dodds ehf. um niðurrif hússins eftir útboð þar sem þrjú tilboð bárust.