09. nóvember. 2005 03:00
Jón Bjarnason alþingismaður Vinstri-Grænna í NV kjördæmi er efins um tillögur þær sem lagðar hafa verið fram til breytinga á skipana lögreglumála. Víða hefur gætt nokkurra efasemda um tillögurnar og má þar nefnda skoðanir Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns á Akranesi sem telur að embættið á Akranesi verði svokallað lykilembætti. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður lögreglustjórn tekin undan nokkrum sýslumannsembættum og má í því sambandi nefna sýslumannsembættið í Dölum.