09. nóvember. 2005 03:06
Nafni Mjólkurfélags Reykjavíkur hefur verið breytt í Lífland. Starfsvettvangur félagsins hefur breyst mjög frá stofnun þess árið 1917 og gefur nafnið Mjólkurfélag Reykjavíkur því hvergi nærri rétta mynd af starfseminni eins og henni er nú háttað. Nafnið Lífland vísar til þess að starfsemi fyrirtækisins tengist nú mannlífi og dýralífi í landinu á mun breiðara sviði en í árdaga. Þannig verður nýja heitið samnefnari fyrir fjölþætta þjónustu og ráðgjöf er lýtur að landbúnaði, hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist.
Höfuðstöðvar Líflands eru við Korngarða í Reykjavík og þar er einnig verksmiðja félagsins og fóðurafgreiðsla, en á Lynghálsi 3 er ný og endurbætt verslun fyrir hestamenn, hundaeigendur, sumarbústaðaeigendur, útivistarfólk, bændur ofl.