11. nóvember. 2005 10:37
Pólverjar búsettir í Snæfellsbæ halda á laugardaginn hátíðlegan sjálfstæðisdag Pólverja. Sjálfstæðisdagurinn er 11. nóvember en þann dag árið 1918 hlaut landið sjálfstæði. Um 80 Pólverjar eru búsettir í Snæfellsbæ og ætla þeir að minnast dagsins með hátíðarhöldum laugardaginn 12. nóvember kl. 20. Margt verður til gamans gert meðal annars verður söngur, dans, tónlist og einnig verða sýndar ljósmyndir frá Póllandi. Að sjálfsögðu verður einnig á boðstólunum pólskur matur.