23. nóvember. 2005 10:28
"Ég vona svo sannarlega að iðnaðarráðherra svari ekki gagnrýninni sem fram kemur í skýrslunni með því að segjast einfaldlega vera ósammála henni, heldur taki mark á gagnrýninni og leiti leiða til þess að auka sjálfstæði stofnunarinnar, efli hana eins og þarf. Athyglisvert er að skýrslan kom út í byrjun maí og af því má ráða að ráðherra byggðamála hafi alls ekki viljað að þessi gagnrýni kæmi fyrir sjónir almennings. Þetta vekur upp þær spurningar hvort ráðherrann sitji á fleiri skýrslum, s.s. um jöfnun flutningskostnaðar," segir Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslyndra m.a. í grein hér á vefnum. Þar á þingmaðurinn við gagnrýni á starf Byggðastofnunar í nýlega birtri skýrslu sem lýsir slakri stöðu stofnunarinna.