29. nóvember. 2005 10:29
Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar hefur tekið kauptilboði í húseignina að Bárðarási 3 á Hellissandi að upphæð 7,1 milljón króna. Tillaga kom fram á fundinum um að fresta málinu en henni var hafnað. Það voru Maria Florinda Peres og Karl Thorleif Book sem lögðu fram tilboðið. Formaður nefndarinnar kynnti matsgerð frá Málflutningsstofu Snæfellsness ehf. vegna málsins.
Einn nefndarmanna, Þröstur Kristófersson, lagði til að sölu húseignarinnar yrði frestað þangað til nefndin hefði skoðað eignina. Einn greiddi tillögunni atkvæði, annar greiddi atkvæði á móti en einn nefndarmanna sat hjá. Tilboðið var síðan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
Húsið að Bárðarási 3 var byggt árið 1968 og er rúmir 136 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess er rúmar 8,3 milljónir króna og brunabótamat er rétt rúmar 18 milljónir króna. Söluverðið er því einungis 39,4% af brunabótamati.