Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2005 10:29

Snæfellsbær selur fasteign á Hellissandi

Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar hefur tekið kauptilboði í húseignina að Bárðarási 3 á Hellissandi að upphæð 7,1 milljón króna. Tillaga kom fram á fundinum um að fresta málinu en henni var hafnað. Það voru Maria Florinda Peres og Karl Thorleif Book sem lögðu fram tilboðið. Formaður nefndarinnar kynnti matsgerð frá Málflutningsstofu Snæfellsness ehf. vegna málsins.

 

Einn nefndarmanna, Þröstur Kristófersson, lagði til að sölu húseignarinnar yrði frestað þangað til nefndin hefði skoðað eignina. Einn greiddi tillögunni atkvæði, annar greiddi atkvæði á móti en einn nefndarmanna sat hjá. Tilboðið var síðan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

Húsið að Bárðarási 3 var byggt árið 1968 og er rúmir 136 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess er rúmar 8,3 milljónir króna og brunabótamat er rétt rúmar 18 milljónir króna. Söluverðið er því einungis 39,4% af brunabótamati.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is