30. nóvember. 2005 10:57
Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar telur að nú þegar þurfi að grípa til aðgerða vegna mikils hraðaksturs á Borgarbraut í Borgarnesi. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar á dögunum þar sem rædd voru umferðaröryggismál.
Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun: “Það er engin hraðahindrun á Borgarbraut frá Brákarey að nýuppsettri hindrun við gangstétt á móts við Klettaborg. Síendurtekinn hraðakstur á þessari leið einkum að kvöldlagi og um helgar skapar óásættanlega hættu fyrir akandi og gangandi umferð auk þess sem það skapar hávaða með tilheyrandi ónæði hjá íbúum á þessu svæði. Því leggur nefndin til að tafarlaust verði gripið til hraðalækkandi aðgerða á Borgarbraut.“