30. nóvember. 2005 10:59
Á árinu 2004 var afli dagnótabáta rúmlega 1.901 tonn í Faxaflóa og er það nokkur minnkun frá árunum á undan. Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar á Alþingi. Á árinu 2003 var aflinn tæplega 2.857 tonn, á árinu 2002 var hann 3.093 tonn og á árinu 2001 var aflinn 2.551 tonn. Af einstökum fisktegundum má nefna að mest hafa bátarnir aflað af sandkola. Á síðasta ári var aflinn tæp 1.137 tonn. Af dragnótaraflanum komu tæp 147 tonn til löndunar á Akranesi í fyrra, árið 2003 var aflinn 190 tonn, árið 2002 var aflinn 195 tonn og árið 2001 var aflinn tæp 79 tonn.