07. desember. 2005 10:17
Jólaskákmót VÍS verður haldið í Grunnskólanum í Borgarnesi föstudaginn 9. desember kl. 14.30-16.30. Mótið er opið öllum skákáhugamönnum og verður Helgi Ólafsson stórmeistari mótsstjóri. Keppt verður í opnum flokki en einnig veitir VÍS verðlaun í flokki 10 ára og yngri. Sá einstaklingur sem verður efstur í opnum flokki fær að auki bikar frá VÍS. Þátttökugjald er 500 kr. Frekari upplýsingar í síma 435-0123 / 894-0567. Mótið er haldið af skáknefnd UMSB.