Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2005 03:06

Misjafnar undirtektir við niðurfellingu virðisaukaskatts af veggjaldi

Undirtektir við frumvarp Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um breytingar á virðisaukaskattslögum hafa verið misjafnar. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður virðisaukaskattur á veggjöldum um Hvalfjarðargöng lagður af nái tillaga Magnúsar Þórs fram að ganga. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umsögnum fjölmargra aðila og eru þær mismunandi, allt frá því að styðja málið til þess að leggjast alfarið gegn frumvarpinu eftir þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað sér.

 

Í umsögn frá Norðuráli kemur fram stuðningur við niðurfellingu skattsins. Segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Norðuráli að virðisaukaskattur á notkun samgöngumannvirkja hafi að öðru jöfnu letjandi áhrif á samgöngur og dragi úr samkeppnisfærni fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins vegna hærri kostnaðar og minni sveigjanleika í öflun vinnuafls. Þá rýri slík skattheimta lífsgæði íbúa utan höfuðborgarsvæðisins því hún dragi úr möguleikum þeirra til að nýta opinbera þjónustu sem og þjónustu einkafyrirtækja sem að mestu eru á höfuðborgarsvæðinu. Slík skattheimta ýti því undir flutning fólks úr dreifbýli í þéttbýli.

 

Samtök verslunar og þjónustu líta öðrum augum á málið. Þau telja ekki rétt að fella niður virðisaukaskattinn. Hins vegar telja þau rétt að verði neðra þrep virðisaukaskatta lækkað fylgi skattlagning á veggjald þeirri breytingu. Einnig leggst Viðskiptaráð Íslands alfarið gegn málinu.

 

Athyglisvert er sjónarmið Reykjavíkurborgar. Án þess að leggjast gegn frumvarpinu telur stjórnsýslu- og starfsmannasvið borgarinnar mun brýnna að horfið verði frá álagningu virðisaukaskatts á almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkurra efasemda gætir um frumvarpið hjá nokkrum umsagnaraðilum. Er þar bent á að verði virðisaukaskattur felldur niður missi Spölur ehf. þar af leiðandi hugsanlega af heimild til frádráttar innskatts af starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn fyrirtækisins um tillöguna. Þar segir að slík niðurstaða gæti þýtt aukinn rekstrarkostnað á þriðja tug milljóna króna. Sú upphæð hækki mjög þegar að stórum viðhaldsverkefnum eins og endurnýjun slitlags sem fyrirhuguð er innan fárra ára og einnig ef ráðist verður í hugsanlega stækkun ganganna eins og hugmyndir eru uppi um. Bendir Spölur því frekar á þá leið að lækka virðisaukaskattinn frekar en að leggja hann af.

 

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir í sinni umsögn að slíkar breytingar hafi í för með sér að fyrirtækið verði í kjölfar niðurfellingar virðisaukaskattsins að hækka gjaldskrá sína.  Faxaflóahafnir og Akraneskaupstaður leggja áherslu á það í sínum umsögnum að tryggt verði að rekstrarstaða Spalar ehf. versni ekki við niðurfellinguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is