19. desember. 2005 12:49
Í nóvember var landað 6.137 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. Er það svipaður afli og í sama mánuði í fyrra en þá var landað 6.187 tonnum. Frá áramótum hefur töluverður samdráttur átt sér stað í lönduðum afla í landshlutanum. Fyrstu ellefu mánuði ársins var landað 93.741 tonni en á sama tíma í fyrra var landað 150.163 tonnum. Samdrátturinn er því um 37,5% á milli ára. Mestur hefur samdrátturinn orðið í kolmunna. Í fyrra var landað rúmum 36 þúsund tonnum en engum kolmunna hefur verið landað í ár. Þá hefur talsverður samdráttur orðið á milli ára í loðnu- og síldarafla. Aukning hefur hins vegar orðið í ýsu og karfa svo einhverjar tegundir séu nefndar.
Svipaður afli
VESTURLAND: Í nóvember var landað 6.137 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. Er það svipaður afli og í sama mánuði í fyrra en þá var landað 6.187 tonnum. Frá áramótum hefur töluverður samdráttur átt sér stað í lönduðum afla í landshlutanum. Fyrstu ellefu mánuði ársins var landað 93.741 tonni en á sama tíma í fyrra var landað 150.163 tonnum. Samdrátturinn er því um 37,5% á milli ára. Mestur hefur samdrátturinn orðið í kolmunna. Í fyrra var landað rúmum 36 þúsund tonnum en engum kolmunna hefur verið landað í ár. Þá hefur talsverður samdráttur orðið á milli ára í loðnu- og síldarafla. Aukning hefur hins vegar orðið í ýsu og karfa svo einhverjar tegundir séu nefndar.