19. desember. 2005 12:49
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur úthlutað byggðakvóta þeim er í hlut sveitarfélagsins kom í haust. Til Ólafsvíkur komu 90 tonn og var þeim úthlutað jafnt til níu báta. Þeir eru: Guðmundur Jensson SH-717, Steinunn SH-167, Konráð SH-60, Ólafur Bjarnason SH-137, Gunnar Bjarnason SH-122, Benjamín Guðmunds SH-208, Linni SH-303, Egill SH-195 og Sveinbjörn Jakobsson SH-10. Til Rifs var úthlutað 70 tonnum og var þeim úthlutað jafnt til sjö báta. Þeir eru: Rifsari SH-70, Esjar SH-75, Þorsteinn SH-145, Hamar SH-224, Saxhamar SH-50, Rifsnes SH-44 og Bára SH-27. Tveir bátar í viðbót sóttu um byggðakvóta Rifs en bæjarstjórn telur að þeir hafi ekki uppfyllt skilyrði reglugerðar sem sett var vegna úthlutunar kvótans.