27. desember. 2005 01:23
Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að veita Félagi krabbameinssjúkra barna styrk að upphæð kr. 150.000 til styrktar því mikilvæga starfi sem félagið vinnur við aðstoð veikra barna og fjölskyldna þeirra og veitti Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins styrknum viðtöku fyrir hönd þess skömmu fyrir jól. Styrkur þessi er þannig tilkominn að í stað þess að senda viðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum Akraneskaupstaðar jólakort var ákveðið að veita andvirði þess sem jólakortasendingarnar kosta til verðugs málefnis og var Félagi krabbameinssjúkra barna veittur styrkurinn að þessu sinni.