01. febrúar. 2006 03:22
Kynningarfundur um félagshygguframboð til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor, var haldinn sl. Mánudagskvöld. Á fundinn mættu milli 50 og 60 manns og var mikill áhugi fundarmanna á því að bjóða fram lista félagshyggjufólks, óháð flokkslínum. Í upphafi fundarins voru lagðar fram hugmyndir að vinnu sem mundi vera undirbúningur að framboðinu. Fundarmenn sem létu í ljós álit sitt voru ánægðir með fundinn og þær hugmyndir sem lagðar voru fram. Var kosin fimm manna kosningastjórn sem mun stjórna áframhaldandi stefnumótunarvinnu.