01. febrúar. 2006 03:23
Í Skessuhorni í síðustu viku var umfjöllun um að fasteignasalan Fasteignamiðlun í Reykjavík hefði auglýst til sölu tugi íbúða í Flatahverfi sem fyrirtækið Akurhús ehf. í Reykjavík keypti byggingarétt að á sínum tíma. Á Akranesi er starfandi Trésmiðjan Akur ehf. sem byggir hús undir nafninu Akurshús og hefur byggt hús á Vesturlandi og víðar um áratuga skeið. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir lík nöfn eru fyrirtækin tvö ekki tengd á nokkurn hátt.