02. febrúar. 2006 12:52
Tæp 8% íbúa Eyja- og Miklaholtshrepps voru erlendir ríkisborgarar þann 1. desember 2004. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Kristjáns L. Möller. Óskað Kristján eftir upplýsingum um hlutfall erlendra ríkisborgarar í öllum sveitarfélögum landsins. Á Vesturlandi er hlutfall erlendra ríkisborgarar hæst í Eyja- og Miklaholtshreppi eins og áður segir. Í Snæfellsbæ er hlutfallið 7,7% og í Grundarfirði er hlutfallið 7%. Skera þessi sveitarfélög sig að nokkru leyti úr öðrum sveitafélögum á Vesturlandi. Í tveimur sveitarfélögum voru engir erlendir ríkisborgarar á skrá. Það er í Skorradalshreppi og Kolbeinsstaðarhreppi.