06. febrúar. 2006 07:16
Hólmari ársins 2005 er Sesselja Pálsdóttir og hlaut hún mjög afgerandi kosningu. Það var Stykkishólmspósturinn sem stóð fyrir valinu. Viðurkenninguna hlýtur Sesselja m.a. fyrir sitt óeigingjarna starf og þrautseigju við fjáraflanir fyrir góðum málefnum s.s. bekkjum vítt og breitt um bæinn, vefmyndavél og hljóðkerfi í grunnskólann þar sem hún lagði á sig mikla vinnu s.s. að ganga í hús eða selja sjálf ýmis konar varning sem hún sjálf fjármagnaði kaupin á.
Aðrir sem fengu tilnefningar voru í stafrófsröð: Aðalheiður Sigurðardóttir, Árni Valgeirsson, Ásta Valdís Guðmundsdóttir, Bárður Eyþórsson, Berglind Lilja Þorbergsdóttir, Elín G. Sigurðardóttir, Elísa Sigríður Vilbergsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Guðmundur Amlin Sigurðsson, Guðmundur Páll Ólafsson, Hildur Sigurðardóttir, Kristján Lár Gunnarsson, Lárus Ástmar Hannesson, Rakel Olsen, Sesselja Pálsdóttir. Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helgadóttir og Vignir Gunnar Hauksson.